Svölurnar, góðgerðarfélag flugfreyja og flugþjóna, hafa afhent Rett Syndrome Rannsóknasjóði Guðrúnar einnar milljónar króna styrk til rannsókna á Rett-heilkenninu. Afhendingin fór fram í tengslum við aðalfund Svalanna sem fram fór nýverið. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum Guðrúnar Sædal Friðriksdóttur á mæðradaginn 2012, en hún er ein af örfáum íslenskum stúlkum sem ganga með sjúkdóminn.

Sjá nánar frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/28/sjukdomur_sem_hefur_adallega_ahrif_a_stulkur/

Sjá nánar frétt á ruv.is: http://ruv.is/frett/svolurnar-styrkja-rannsoknir-a-rett